Ítarefni
Ítarefni
Ítarefni
Ítarefni

Um vefinn

Þetta er fræðsluvefur um losun gróðurhúsalofttegunda og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

Vefurinn er unninn með styrk frá Loftslagssjóði.

Höfundur efnis síðunnar er Birna Sigrún Hallsdóttir. Birna starfaði hjá Umhverfisstofnun í 14 ár og sá þar m.a. um losunarbókhald Íslands og skil til skrifstofu loftslagssamningsins, auk þess að gegna lykilhlutverki við innleiðingu viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (ETS) á Íslandi. Birna hefur réttindi til að taka út útreikninga annarra þjóða á losun gróðurhúsalofttegunda og hefur verið hluti af úttektarteymum á vegum loftslagssamningsins sem hafa tekið út bókhald Litháens, Belgíu, Hollands, Írlands, Ítalíu, Grikklands, Nýja-Sjálands, Slóvakíu, Svíþjóðar og Sviss. Birna hefur unnið sem ráðgjafi hjá Environice síðan 2013. Meðal verkefna Environice á sviði loftslagsmála má nefna ráðgjöf til fyrirtækja innan ETS, útreikninga á kolefnisspori landshluta og útreikninga á kolefnisspori ýmissa matvæla (t.d. eggja, kjúklinga, lambakjöts og grænmetis).

Árið 2018 fékk Birna KSÍ til að kolefnisjafna för íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á HM í Rússlandi, sjá nánar í frétt á vef KSÍ: https://www.ksi.is/um-ksi/frettir/frettasafn/frett/2018/06/07/KSI-kolefnisjafnar-ferd-landslidsins-a-HM-i-Russlandi-i-samstarfi-vid-Votlendissjodinn/

Sigurður Finnsson, sjálfstætt starfandi á sviði tölvutækni, sá um hönnun og forritun vefsins.

Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice og Hrafnhildur Bragadóttir, sviðsstjóri á Skipulagsstofnun, lásu efni síðunnar yfir.