1. Hvernig er tilbúinn áburður öðruvísi en annar áburður?
2. Útskýrðu ofauðgun. Hvaða efni valda ofauðgun og hvaða eitruðu lofttegundir myndast þegar súrefnið á ofauðguðu sjávarsvæði klárast?
3. Hverjar eru helstu uppsprettur þeirra efna sem valda ofauðgun? Hvað er hægt að gera til að berjast gegn ofauðgun?
4. Hvað eru þungmálmar? Nefndu nokkur dæmi þar sem þeir koma við sögu í okkar daglega lífi.
5. Farðu á netið og athugaðu hvað þú finnur marga hluti úr daglegu lífi sem innihalda kvikasilfur.
6. Hver eru áhrif kvikasilfurs á líkamann? En blýs? En kadmíums? Skoðaðu myndir 5.5 og 5.7.
7. Hvað er blóðheilaþröskuldur?
8. Hvað eru díoxín, DDT og PCB? Farðu á netið og finndu frekari frekari upplýsingar.
9. Hvað dýr verða fyrir mestum áhrifum af þrávirkum lífrænum efnum?
10. Útskýrðu engisprettuáhrifin (eða hnatteimingarlíkanið).
11. Hvers vegna safnast þrávirk lífræn efni og kvikasilfur í svo miklu mæli fyrir á norðlægum slóðum?
12. Hver eru helstu áhrif þrávirkra lífrænna efna á okkur mannfólkið?
13. Hvað er lífsöfnun? En lífmögnun?
14. Farðu á heimasíðu OSPAR og skoðaðu umhverfisvísana, https://qsr2010.ospar.org/en/index.html. Á hvaða hafsvæði í Norðaustur-Atlantshafi er mest mengun. Hvernig er staðan á hafsvæðinu í kringum Ísland?
15. Matís vaktar óæskileg efni í ætum hluta sjávarfangs. Skoðið nýjustu skýrslu Matís, https://zenodo.org/record/5839874#.Y5tzxHbP23C. Hvernig er staðan hér? Er umfang mælinga nægjanlegt?
16. Nýlegar fréttir benda til að hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi, http://www.visir.is/g/2018180209262 . Ræðið þessi tengsl loftslagsbreytinga við efnamengun.