8.9 Verkefni

  1. Hvers vegna byggja flestallar reglur um mengun hafsins á alþjóðlegum samningum?
  2. Alþjóðasamningar binda yfirleitt aðeins þau ríki sem hafa fullgilt viðkomandi samning. Þó eru dæmi um að ríki verði bundin af efni alþjóðasamnings án fullgildingar. Hvað gildir um ákvæði Hafréttarsáttmálans og viðauka MARPOL-samningsins í þessu tilliti?
  3. Í hverju felst mikilvægi Hafréttarsáttmálans fyrir vernd hafsins?
  4. Hver er tilgangur MARPOL-samningsins? Hverjir eru viðaukar samningsins?
  5. Hvað er sérhafsvæði?
  6. Hver er tilgangur OSPAR-samningsins?
  7. Af hverju eru alþjóðasamningar um samstarf vegna bráðamengunaróhappa sérstaklega mikilvægir fyrir Ísland?
  8. Hvert er markmið laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda? Fyrir hvaða skip gilda lögin?
  9. Hvernig er mengunarlögsaga Íslands skilgreind?
  10. Í hverju felst hafnarríkiseftirlit hér á landi?
  11. Hvað er bráðamengun? Hvaða opinberu aðilum ber að gera viðbragðsáætlanir vegna bráðamengunar?
  12. Í ágúst árið 2020 varð gríðarleg sprenging á hafnarsvæðinu í Beirút þegar kviknaði í ammóníumnítrati sem geymt hafði verið þar í vöruskemmu árum saman. Að minnsta kosti 203 fórust og um 300.000 misstu heimili sín. Lesið eftirfarandi grein sem birtist á vefsvæði Vísis og ræðið hana m.t.t. þess vanda sem snýr að hafnaryfirvöldum þegar skip eru yfirgefin og vankantana á löggjöf sem snýr að svona málum, https://www.visir.is/g/20202028026d/fyrir-hvellinn.