Farið á netið og finnið dæmi um áhrif sem við mennirnir höfum haft á hringrás vatnsins.
Á heimasíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA (https://svs.gsfc.nasa.gov/3652) má finna flotta myndræna framsetningu á yfirborðshitastigi, seltu og eðlisþyngd sjávar. Farið á síðuna og skoðið myndböndin. Ræðið.
Hvaða helstu efnaflokka má finna í sjónum? Segðu frá þeim og helstu einkennum hvers flokks.
Hvers vegna er kolefniskerfi sjávar svona mikilvægt?
Sýnið fram á hvernig fæðukeðjan virkar og hvaða áhrif við mannfólkið getum haft á hana. Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af og hvers vegna / hvers vegna ekki?
Skoðið mynd 1.6. Hverjar eru helstu uppsprettur mengunar sjávar?
Hvað er lífmögnun?
Á þessari síðu “The Deep Sea” (frá neal.fun) má sjá skemmtilega framsetningu á því á hvaða dýpi mismunandi sjávarlífverur halda sig. Skoðið og ræðið.