3.8 Verkefni

1. Hvað eru gróðurhúsaáhrif? Hvert væri meðalhitastig við yfirborð jarðar án gróðurhúsaáhrifa?

2. Hvernig virkar lofthjúpur jarðar?

3. Hvað eru gróðurhúsalofttegundir og hvaðan koma þær?

4. Á þessari slóð má skoða framsetningu Bloomberg á samspili ýmissa þátta og áhrifum á hitastig jarðar. Skoðið. Ræðið.

5. Myndin hér sýnir losun gróðurhúsalofttegunda eftir löndum. Hvaða 3 ríki/ríkjasambönd losa mest og hversu mikil er losun þeirra á heimsvísu? Hversu mikið losa þau 10 ríki/ríkjasambönd sem losa mest? Að hvaða leyti sker losun Brasilíu sig frá öðrum ríkjum/ríkjasamböndum á top-10-listanum?

Losun gróðurhúsalofttegunda eftir löndum árið 2012. Í flestum löndum stafar langstærsti hluti losunar af orkunotkun. Smelltu á myndina og veldu land til að skoða nánar.

6. Myndin hér sýnir losun gróðurhúsalofttegunda eftir geirum árið 2015 á Íslandi annars vegar og í 28 ríkjum Evrópusambandsins hins vegar. Af hverju er prófíllinn svona hérlendis? Í hverju liggur munurinn? Ræðið.

7. Á netinu er að finna nokkrar reiknivélar til að reikna út kolefnissporið sitt, t.d. http://www.carbonfootprint.com/calculator.aspx (reyndar á ensku). Hér er einnig reiknivél á íslensku: https://www.kolefnisreiknir.is/. Reiknaðu kolefnissporið þitt fyrir síðasta ár. *Ef þið vitið ekki rafmagnsnotkun heimilisins má gera ráð fyrir að 4 manna fjölskylda noti um 4000 kílóvattstundir (kWh) á ári. Losun á hverja kWh hérlendis er um 10 g. Ef þið hafið flogið á tímabilinu, getið þið sett inn einhverja stafi á viðkomandi flugvelli – t.d. kef – og þá stingur reiknivélin upp á flugvöllum sem þið getið valið úr.*

8. Hvað er hægt að gera til að minnka kolefnissporið?

9. Farið á netið og berið saman myndir af Norðurpólnum í dag og fyrir 50 árum. Er sjáanlegur munur?

10. Horfið á þetta myndband (3.7) um súrnun sjávar (á ensku), Demystifying ocean Acidification and biodiversity impacts. Ræðið.

11. Loftslagsbreytingar eru hraðar og sjórinn súrnar hratt. Hvers vegna er þessi hraði breytinganna svona mikilvægur? Hraði breytinganna á sögulegum tíma sést vel ef skrunað er í gegnum þessa skemmtilegu myndrænu framsetningu á meðalhitastigi jarðarinnar frá ísskeiði síðustu ísaldar fyrir 20.000 árum.

Inn á myndina hafa höfundar (xkcd.com) sett fram í skopmyndastíl ýmsar sögulegar og veðurfarslegar staðreyndir ásamt nokkrum bröndurum (https://xkcd.com/1732/).

12. Eins og fram kemur á mynd 3.15 er ísinn á Norðurskautinu í hámarki í apríl á hverju ári eftir langan heimskautavetur, rétt áður en sumarbráðnun hefst. Árlegt lágmark er í október þegar sumarbráðnun er lokið og veturinn færist aftur yfir. Farið á vefsíðuna https://sites.google.com/site/arctischepinguin/home/piomas og skoðið hvernig staðan er í dag?

13. Hér eru nokkrar frekar nýlegar fréttir: “Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra” sjá: http://www.visir.is/g/2018180329443 ; “Árið 2017 var mettjón vegna veðurtengdra hamfara í Bandaríkjunum”, sjá https://www.climate.gov/news-features/blogs/beyond-data/2017-us-billion-dollar-weather-and-climate-disasters-historic-year ; “Óttast frekari hnignun Golfstraumsins”, sjá http://www.ruv.is/frett/ottast-frekari-hnignun-golfstraumsins.„Meira en milljarður dýra drepist í Ástralíu“, sjá https://www.ruv.is/frett/meira-en-milljardur-dyra-drepist-i-astraliu. Hvert stefnum við? Ræðið. Þið getið einnig fundið aðrar fréttir sem snúa að loftslagsbreytingum – það er af nógu að taka.