Hverjar eru helstu ástæður þess að hlýnun hefur verið hraðari en annars staðar í heiminum?
Hvað er magnandi svörun? Nefnið nokkur dæmi.
Hverjar eru helstu afleiðingar loftslagsbreytinga á norðurslóðum?
Hvers vegna eru sumir hópar íbúa norðurslóða líklegri til að verða útsettir fyrir ákveðnum mengunarefnum en fólk annars staðar í heiminum? Hvaða efni eru það helst og hvaða áhrif hafa þau á heilsu fólks?
Hvað eru kokteiláhrif?
Margvísleg hætta steðjar að hvítabjörnum. Ýmsir samverkandi álagsþættir valda álagi á tegundina. Skoðið þessa síðu https://polarbearagreement.org/threats-to-polar-bears. Hvaða mengunar- og álagsþættir hafa áhrif á hvítabirni? Hvaða þættir hafa mest áhrif? Hvað er hægt að gera til úrbóta?
Farið á netinu og finnið greinar um “Norðurslóðaþversögnina”. Ræðið.
Hverjir eru ókostir olíuvinnslu á norðurslóðum?
Hvaða áhætta fylgir auknum siglingum um norðurslóðir?