7.8 Verkefni

 1. Skoðið mynd 7.1. Hver eru helstu umhverfisáhrif siglinga?
 2. Hvers vegna byggja flestallar reglur um mengun hafsins á alþjóðlegum samningum?
 3. Hver er mikilvægasti alþjóðasamningurinn varðandi mengun frá skipum og hverjir eru viðaukar hans?
 4. Hvaða þættir hafa áhrif á það magn úrgangsolíu sem myndast og/eða er geymt um borð í skipi?
 5. Leyfilegt er að losa vatnskenndan hluta úr kjölvatnstanki fyrir borð, að því tilskildu kjölvatnið fari í gegnum viðurkenndan hreinsibúnað (austurskilju). Hvert má magn olíu í hreinsuðu kjölvatni vera að hámarki þegar það er losað í sjóinn?
 6. Um borð í sérhverju skipi sem er stærra en 400 brúttótonn skal vera IOPP-skírteini, SOPEP og olíudagbók. Lýstu þessum skjölum.
 7. Öll skip sem er stærri en 400 brúttótonn og farþegaskip sem flytja 15 manns eða fleiri þurfa að hafa um borð áætlun um meðferð úrgangs. Skipin þurfa ennfremur að halda sorpdagbók. Lýstu þessum skjölum.
 8. Í hvaða tilgangi hafa ósoneyðandi efni verið notuð um borð í skipum? Lýstu stuttlega ósoneyðingu í heiðhvolfi.
 9. Hvernig er hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna siglinga?
 10. Hvaða þættir hafa áhrif á myndun loftmengunarefna vegna brennslu eldsneytis um borð í skipum?
 11. Loftmengun vegna brennslu eldsneytis myndast af þremur ástæðum: a) vegna aðskotaefna eða í blöndunarefna sem eru í eldsneytinu b) vegna ófullkomins bruna c) vegna hás hita í brennslurýminu. Nefnið dæmi um a.m.k. eitt loftmengunarefni í hverjum myndunarflokki (a,b,c) og tilgreinið helstu áhrif þeirra loftmengunarefni sem þið tiltakið á umhverfi og/eða heilsu.
 12. Skoðið mynd 7.12. Skoðið sérstaklega köfnunarefnisoxíð – hver eru afdrif þeirra í andrúmslofti og hvaða áhrif hafa þau á umhverfi og heilsu?
 13. Nefnið dæmi um ágenga framandi tegund sem numið hefur land hér við land.
 14. Hér við land er í gildi reglugerð nr. 515/2010 um kjölfestuvatn. Hvar skal, skv. reglugerðinni, miða við að kjölfestuvatn sé ekki tekið?