2.11 Verkefni

  1. Er olía nauðsynleg? Ræðið hvaða aðrir möguleikar væru í stöðunni. Hvers vegna höfum við ekki skipt olíunni út fyrir umhverfisvænni kost?
  2. Hvernig verður olía til? Útskýrið í máli og myndum.
  3. Hverjir eru kostirnir við að nota olíu?  En ókostirnir?
  4. Á þessari vefsíðu, https://www.festanks.com.au/crude-oil-refining-in-australia-infographic/, má sjá myndir af sundurnar- og brennisteinshreinsibúnaði í olíuhreinsistöð. Skoðið. Ræðið.
  5. Farið á netið og finnið upplýsingar um slys í olíuhreinsistöð. Fyrir nokkrum árum voru uppi hugmyndir um að reisa olíuhreinsistöð við Hvestu á Vestfjörðum. Var það góð hugmynd? Ræðið kosti og galla.
  6. Skoðið mynd 2.7. Hversu hátt hlutfall olíu hefur gufað upp í flokki 1 annars vegar og í flokki 4 hins vegar við 200°C. Hvaða áhrif hefur mismunandi uppgufun á afdrif olíuflekks í sjó? Skoðaðu líka seigjuna fyrir þessa olíuflokka. Hvaða áhrif hefur mismunandi seigja olíu á útbreiðslu og dreifingu olíu í sjó?
  7. Farið yfir rétt viðbrögð við olíuslysum? Hvaða þáttum þarf að huga að þegar viðbrögð við olíuslysum eru ákveðin?
  8. Olíuslys á norðlægum slóðum eru enn erfiðari viðureignar en annar staðar? Hvers vegna?
  9. Farið á netið og finnið fleiri upplýsingar um olíuslys. Hefur eitthvað nýlega gerst? Hvaða olíuslys hafa átt sér stað við Ísland? Hver voru áhrif þeirra og hver voru viðbrögðin við slysunum?  (Þið getið t.d. skoðað fréttir af El Grillo sem sökk í Seyðisfirði árið 1944 og af olíublautum fuglum sem fundust á Suðurlandi árið 2020)