4.9 Verkefni

1. Í textanum kemur fram að talið sé að um 100 milljónir tonna af plastúrgangi sé að finna í höfunum, ef ekki meira. Ef gert er ráð fyrir að samtals hafi verið framleidd 9.000 milljónir tonna af plasti síðan 1950 og að árlega hafi 3% af plastframleiðslunni lent í sjónum hversu mikið magn af plasti hefði þá lent í sjónum?

2. Farið á netið og finnið nýleg dæmi um hvernig Íslendingar hafa reynt að sporna við ruslinu í hafinu. Er strönd nálægt ykkar skóla sem þarf að hreinsa? Eða eitthvert opið svæði? Getur bekkurinn tekið þátt í hreinsunarátaki? (Athugið sérstaklega nýja plokkæðið).

3. Árið 2016 kastaði Ævar vísindamaður tveimur flöskuskeytum í hafið rétt við Reykjarnesvita. Farið á netið og finnið hvar þau enduðu. Hvaða lærdóm má draga af ferðalögum skeytanna?

4. Lítið í kringum ykkur. Hvað eruð þið lengi að finna 10 hluti úr plasti?

5. Oft gerum við okkur ekki grein fyrir hvað plast spilar stóra rullu í lífi okkar. Prófið að flokka allt plast á heimilinu í eina viku (það er ekki eins erfitt og það hljómar). Farið svo – auðvitað – með það í endurvinnsluna. En áður en þið gerið það skuluð þið virða fyrir ykkur hauginn. Margt smátt gerir eitt stórt. Hér mætti einnig hugsa sér að allur bekkurinn tæki með sér í skólann það plast sem fellur til á heimilinu á einni viku (þvegið að sjálfsögðu, ef um matvælaumbúðir er að ræða) og geri ýmsar rannsóknir saman: magn, þyngd, rúmfang, er þetta allt nauðsynlegt,…

6. Getið þið á einhvern hátt minnkað plastnotkun heimilisins? Hvernig? Og skiptir það einhverju máli hvað einhver einn gerir? Hvers vegna / hvers vegna ekki?

7. Hvaða áhrif hefur plastið í sjónum á lífríkið?

8. Hvers konar eiturefni ásogast á örplastagnir í sjónum? 

9. Hver er munurinn á fyrirbyggjandi aðferðum og leiðréttandi aðgerðum?

10. Geturðu fundið nýlegar fréttir um plast í umhverfinu?

11. Farðu á heimasíðu Landverndar, http://landvernd.is/hreinsumisland og kynntu þér verkefnið Hreinsum Ísland sem Landvernd og Blái réðust og hlaut tilnefningu til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2018.

12. Hvað hefur verið gert á Íslandi til að draga úr plastnotkun? Leitið að upplýsingum á netinu.

13. Hvað verður um plast sem er flokkað hérlendis? En plast sem hent er í gráu tunnuna? Farið á vef SORPU og annarra úrgangsfyrirtækja og leitið að upplýsingum. Finnið líka að fjölmiðlaumfjöllun.

14. Horfið á eftirfarandi myndband (á ensku): What really happens to the plastic you throw away . Ræðið.

15. Hér eru fleiri áhugaverð myndbönd: : Plastic Ocean, Are you eating plastic for dinner?