6.7 Verkefni

    1. Hvaða efni myndast við α-sundrun á U-238?
    2. Hvaða efni myndast við β-sundrun á 3-H?
    3. Af hverju eru bara til 3 náttúrulegar geislavirkar frumefnaseríur? Hverjar eru þær?
    4. Hvað er helmingunartími?
    5. Hverjar eru helstu manngerðu uppsprettur geislamengunar?
    6. Berið saman kjarnorkuslysin í Chernobyl og Fukushima.
    7. Á þessari vefsíðu https://interestingengineering.com/12-of-the-most-radioactive-places-on-earth er tekinn saman listi yfir 12 af geisluvirkustu stöðum jarðar. Skoðið og ræðið.
    8. I-131 og Cs-137 eru geislavirk efni. Hverjar eru uppsprettur þessara efna? Hver er helmingunartíminn? Hvaða áhrif geta þau haft á mannslíkamann?
    9. Hverjar eru helstu uppsprettur geislavirkra efna í sjónum?