3.7 Sjálfspróf Posted onseptember 20, 2017febrúar 17, 2021AuthorBirna Sigrún Hallsdóttir 402 Sjálfspróf úr 3. kafla 1 / 7 Kóralrif eru uppeldisstöðvar um fjórðungs alls sjávarlífs. Talið er að ______ af kóralrifjunum muni deyja á næstu áratugum jafnvel þótt takist að halda hlýnun innan við 2°C. Veldu svar50%75%90%99% 2 / 7 Brennsla jarðeldsneytis (olíu, kola og gass) er helsta ástæðan fyrir því að styrkur koldíoxíðs í andrúmslofti hefur aukist frá iðnbyltingu. Satt Ósatt 3 / 7 Styrkur _____ í sjónum hefur farið lækkandi síðan um 1950 vegna hækkandi sjávarhita. Veldu svarKoldíoxíðsNatríumVetnisSúrefnis 4 / 7 Kalkmyndandi lífverur eru mikilvægar í flestum fæðukeðjum, auk þess sem þær byggja upp búsvæði fyrir fjölda annarra lífvera (t.d. kóralrif). Satt Ósatt 5 / 7 Þegar koldíoxíð leysist upp í sjónum hliðrast efnajafnvægi í kolefniskerfi sjávar. Hvað af eftirfarandi er rétt? Styrkur vetnisjóna eykst og sjórinn súrnar Styrkur vetnisjóna minnkar og sjórinn verður basískari Styrkur karbónatjóna minnkar en þær eru mikilvægt byggingarefni í skeljar kalkmyndandi lífvera Styrkur karbónatjóna eykst 6 / 7 Hafið leikur stórt hlutverk í að dempa áhrif losunar gróðurhúsalofttegunda á sama tíma og sjórinn verður fyrir miklum áhrifum vegna losunarinnar. Hvað af eftirfarandi er rétt? Sjórinn er að hlýna og súrna Sjórinn er að kólna og súrna Sjórinn er að hlýna og verða basískari Sjórinn er að kólna og verða basískari 7 / 7 Áframhaldandi súrnun sjávar mun verða mest á hafsvæðinu fyrir norðan Ísland. Satt Ósatt Þú náðir